Það getur verið þægilegt að fá sér skyndibita en oft er ýmislegt sem ekki er gott fyrir okkur í skyndibitanum. Þessi einfalda uppskrift me nautakjöti og brokkólí er góður valkostur. Þú er mjög fljót(ur) að elda þetta.
Maður þarf ekki að snúa sér að skyndibitum þó að mikið sé að gera hjá manni. Í þessum rétti er bara ferskt hráefni og hægt að útbúa hann á korteri- semsagt minni tími en tæki þig að ná þér í bita úti í bæ.
Nautakjöt og brokkolí
Efni: (ætlað fyrir 4)
Kryddlögur (marínering)
- 1-1/2 pund nautakjöt, skorið í þunnar ræmur
- 1/2 tesk. matarsóti
- 1 tesk. púðursykur
- 1 matsk. maís- eða kartöflumjöl
- 1 matsk. soja sósa
- 1 matsk. vatn
- 4 hvítlauksrif, kramin
- 2 matsk.olía
Sósa:
- 1/2 bolli soja sósa
- 2 matsk. púðursykur
- 2 matsk. hveiti
- 3 matsk. olía
- 3 bolla brokkál í bitum
Meðlæti:
- Hvít eða brún hrísgrjón
Aðferð:
- Setjið matarsóta, púðursykur, kartöflumjöl, soja sósu, vatn og hvítlauk í stóra skál og blandið vel saman. Setjið kjötið út í og hrærið. Setjið álpappír yfir skálina og látið standa í ísskáp a.m.k. 24 tíma.
- Lagaðu sósuna rétt áður en þú byrjar að elda. Settu soja sósuna, púðursykur og hveitið í litla skál.
- Hitaðu 2 matsk. af olíu á stórri pönnu yfir meðalhita. Þegar olían er heit er brokkáli bætt út í og það eldað þar til það byrjar að linast. Gætið þess að ofelda ekki brokkálið! Takið það af pönnunni og geymið á diski.
- Látið olíuna sem eftir er (1 matsk) á pönnuna og setjið kjötið út í ásamt helmingi af sósunni. Látið krauma í 4-5 mín. eða þar til kjötið er gegnsoðið.
- Bætið því sem eftir er af sósunni út á ásamt brokkálinu. Látið krauma í 3 mín til að sósan verði þykk.
- Berið fram með hvítum eða brúnum hrísgrjónum.