Það er áríðandi að gera sér ljóst, hvers vegna vilji er til þess að hætta að reykja. Skrifið niður ástæðurnar – Þá er hægt að grípa til þeirra ef á þarf að halda.
- Veljið aðferðina við að hætta – smátt og smátt eða þegar í stað.
- Finnið stuðningsaðila – ættingja, vin eða lækni.
- Veljið tímasetningu til að hætta – og standið við hana.
- Hafiðu eitthvað annað fyrir stafni á þeim tímum dagsins, sem venjulega eru nýttir til að reykja.
Hvers vegna er það svona erfitt?
Nikotín er líkamlega vanabindandi og flestir fá raunveruleg fráhvarfseinkenni, þegar þeir hætta. Reykingar eru líka ávani og þáttur í hinu daglega lífi. Ef viðkomandi hættir, verður hann að breyta venjum sínum.
Hefur það verið reynt það áður?
Flestir reyna að hætta oftar en einu sinni en líkurnar á árangri aukast í hvert sinn. Margir þurfa að gera 3 – 4 tilraunir áður en þeim tekst að hætta.
Hvað á að gera, þegar búið er að velja tímasetningu?
- Segið fjölskyldu og vinum frá því (aukinn hvati, þá ertu skuldbundinn).
- Verið virk, þegar stundin rennur upp – fleygið sígarettunum, fjarlægið öskubakka, kveikjara og eldspýtur.
- Gerið eitthvað skemmtilegt, farið í bíó eða eitthvað þvíumlíkt.
Hvað er langt þangað til löngunin hverfur?
- Löngunin á að minnka á nokkrum dögum, og gæti verið alveg horfin eftir 2-4 vikur.
Sjá einnig: Af hverju síga brjóstin á þér? Má tefja þau á leið sinni að nærbuxunum?
Hvernig er tekist á við löngunina?
- Hringið í vin þinn
- Tyggið tyggigúmmí eða borðið eitthvað hollt
- Farið í göngutúr
- Burstið tennurnar
- Farið í bað
- Dragið djúpt andann
- Skrifið bréf
- Notið hendurnar, t.d. við að sauma eða prjóna.
Þyngdaraukning?
Já, svolítið, en ekki örvænta; nokkur kíló eru smámunir samanborið við bætta heilsu, sem hlýst af því að hætta að reykja. Forðist megrunarkúra, þeir æsa upp reykingalöngunina. Borðið heldur hollan mat og reynið að finna eitthvað skemmtilegt að gera.
Hvað er hægt að gera til að koma í veg fyrir að byrja aftur?
- Skrifið niður ástæðu þess að hætt var að reykja.
- Sneiðið hjá því að umgangast reykingafólk of mikið.
- Verið hreykinn af ykkur og haldið upp á reykingaleysið.
- Forðist drykki, sem espa upp reykingalöngunina, t.d. áfengi og kaffi.
- Látið ekki hugfallast, þó að „farið sé út af sporinu” einu sinni, haldið ykkar striki.