Reykjavík Cocktail Weekend er nú í fullum gangi. Gleðin hófst á miðvikudag og í gærkvöldi fór meðal annars fram undankeppni barþjóna og vinnustaða í sætri kokteilagerð. Þar sýndu 37 barþjónar listir sínar og færni. Samhliða keppninni voru helstu umboðsaðilar landsins með kynningu á sínum vörum. Þannig að gleðin var svo sannarlega við völd.
Dagskráin núna um helgina er aldeilis ekki af verri endanum. Fjöldinn allur er af flottum viðburðum á helstu veitinga- og skemmtistöðum borgarinnar. Á morgun má til dæmis smella sér í svokallað Master Class, á Hótel Plaza kl. 14, þar sem hægt verður að drekka í sig visku og fróðleik frá helstu vínsérfræðingum í heiminum.
Ó, ég er mætt!
Hér fyrir neðan getið þið kynnt ykkur dagskrá helgarinnar nánar:
Föstudagurinn 6. feb
Hótel Centrum: Master Class með Mikhail Karachev á milli 14 og 16
Brooklyn bar: Bombay 3rd floor opnunarpartý
Vínsmakkarinn: Four Leaves leika vel valda rokkslagara og fyrstu gestirnir fá Cold Gin frá Bulldog.
Austur: Havana Club Storm partý með Maradona Sozial Club
Frederiksen: Ballantines blues með Hljómsveit Jóns Ólafssonar.
Lava barinn: Reyka kvöld frá 21-01. 100 fyrstu fá fría Reyka drykki.
Kol: Cointreau kvöld á Kol, allir matargestir fá Cointreau kokteil eftir matinn.
Laugardagurinn 7. feb
Hótel Plaza: Master Class Reykjavík Cocktail Weekend
14:00 – Vatn lífsins, Rúnar Guðmundsson með fróðleik um Viskí
15:00 – Mikhail Karachev heldur fyrirlestur um Tanqueray og Tanqueray TEN
16:00 – Alexandre Gabriel, President and Owner hjá Cognac Ferrand mun verða með fræðslu og smakk á Plantation romminu.
17:00 – Ian Millar, Master Distiller hjá Glenfiddich verður með fræðslu og smakk.
17:00 – Havana Club fróðleikur með Blaz Roca
Brooklyn: Captain Morgan Black partý. Kapteinninn og morganetturnar fögru mæta í gjafastuði og kynna Captain Morgan Black til leiks. Stuðið hefst með drykkjum kl 23:00.
Lava barinn: Finnsk upplifun, kokteilsérfræðingar munu bjóða upp á Finlandia kokteila á sérstökum tilboðs verðum.
Slippbarinn: Tanqueray TEN kvöld þar sem Mikhail Karachev verður gestabarþjónn
Vínsmakkarinn: BACK TO BLACK, í boði Captain Morgan Black. Fyrstu gestir fá drykk frá Kapteininum.
Austur: Reyka partý frá 22-00. 100 fyrstu frá fría drykki. Reyka kokteilar á 1.000 kr
Dillon: Jim Beam kvöld, Kokteillinn Jim Beam Old fashioned á aðeins 1000 kr. og Lifandi blús með Stephensen & Smára frá kl. 20 – 23.
Frederiksen: “Visit Cuba kvöld” með Dj Eyfjörð og Bacardi
UNO: Bombay Lounge, Introbeats sér um tónlistina frá kl.22. Sérfræðingar Uno hrista Bombay kokteila að hætti húsins.
Sunnudagurinn 8. feb
Gamla bíó: Úrslitakvöld Reykjavík Cocktail Weekend
Hátíðarkvöldverður og lokahóf
Uppistand með Sólmundi Hólm
Dansleikur með Sigga Hlö
Tengdar greinar:
Ferskur og æðisgenginn kokteill með granateplum
Jarðaberja ævintýri – Æðislegur kokteill
Mangó og ferskjukokteill – Uppskrift
Guðrún Veiga er fædd og uppalin á Eskifirði. Hún er mannfræðingur að mennt, mikill matgæðingur, mamma og múltítasker. Guðrún Veiga hefur skrifað fyrir hina ýmsu miðla, unnið í sjónvarpi og skrifað eitt stykki matreiðslubók.