“Reykjavíkurborg stuðlar ekki að því að maður fái sér menntun eða vinnu”

ATH. Þetta er aðsend grein

Góðan daginn mig langaði að koma á framfæri hversu mikil velferð ríkir í velferðarráðaneytinu okkar hér á okkar elsku Íslandi.
Staða mín er sú að ég er námsmaður með tvö börn á framfæri og ég bý í leiguhúsnæði, málin þróuðust þannig hjá mér að eftir árangurslausa leit á vinnumarkaði að sumarstarfi leitaði ég til Reykjavíkurborgar. Þar fékk ég aðstoð 1 júni í formi fjárhagsaðstoðar þar af leiðandi var mér gert að mæta fjórum sinnum í viku á þar til gert atvinnuleitarnámskeið handa atvinnulausum nemum. Þessu sinnti ég eftir minni bestu getu og mætti öll skiptin, og hélt einnig áfram að leita að vinnu.

Svo kom upp tækifæri, mér ásamt sex öðrum var boðið að vera í hóp og finna úrlausnir fyrir foreldra með enga pössun yfir sumartímann. Semsagt eitthvað sem leyfir foreldrum að vera virkir en jafnframt vera með börnum sínum, þetta gekk allt eftir áætlun og okkur var boðið að vera virk í þessu í júlí og vera þar af leiðandi komin með vinnu. Ég hugsaði með mér ok frábært ég er komin með vinnu get þá fengið greitt frá borginni fyrsta júlí og þarf svo ekki að treysta meira á þeirra aðstoð þar sem námslánin koma 1. september…

En þar skjátlaðist mér all svakalega, ég vildi vera heiðarleg og tilkynnti það að ég væri komin með vinnu og að ég mundi byrja 1 Júlí. En þá var mér sagt að ég yrði að fara fyrir undanþágufund uppá hvort ég fengi aðstoð eða ekki, ég fékk algert sjokk og mér grunaði engan vegin að mér yrði refsað fyrir að bæði bjarga sjálfri mér og redda hlutunum og einnig fyrir að vera heiðarleg.

En jú niðurstaða málsins varð sú að ég fæ enga aðstoð um mánaðarmótin ekki eina krónu og nú sit ég hér og sé ekki fram á að geta greitt reikningana um mánaðarmótin né húsaleigu eða hvað þá geta séð börnunum mínum fyrir mat næsta mánuðinn.
Svörin sem ég fékk eru þau að ég er ekki námsmaður með námsstyrk frá borginni heldur er ég bara námsmaður á námslánum og því fæ ég ekki undanþágu. Þeir báru fyrir sér að ég gæti bara fengið mér yfirdrátt en með enga eign er ekki hlaupið að því að fá yfirdrátt. Og einnig báru þeir fyrir sér að fjölskyldan mín gæti aðstoðað mig en það er ekki heldur í boði.
Því er mín reynsla sú að maður á hreinlega bara að sitja á rassinum heima og forðast það að fá sér vinnu ef maður ætlar ekki að lenda í þessari stöðu. Staðan mín núna er  sú að ég þarf hreinlega að horfa á þann möguleika að hætta í skóla og reyna að semja við aðilana sem ég kem til með að skulda um mánaðarmótin og biðja til guðs að ég verði ekki húsnæðislaus og reyna svo eftir fremsta megni að fá mér vinnu svo ég geti unnið þetta upp. 

En heildarskilaboðin eru sú að Reykjavíkurborg hér með stuðlar ekki að því að maður fái sér menntun né vinnu

SHARE

LEAVE A REPLY

Please enter your comment!
Please enter your name here