Reyndi að fá kæru fellda niður

Mál Amber Heard og Johnny Depp heldur áfram að vinda upp á sig

Amber Heard, eiginkona Johnny Depp, fékk nálgunarbann á hann á dögunum, í kjölfar þess að hún sótti um skilnað. Sakar hún Depp um að hafa beitt sig bæði líkamlegu og andlegu ofbeldi og sýndi myndir af áverkum því til staðfestingar. Hún sagðist óttast að hann myndi beita sig aftur ofbeldi, enda væri hann skapstór og ætti við áfengis- og fíkniefnavanda að stríða.

Sjá einnig:
Mikið hefur verið fjallað um málið í fjölmiðlum en það heldur sífellt áfram að vinda upp á sig.
Heard fékk sjálf á sig kæru fyrir heimilisofbeldi árið 2009, gagnvart þáverandi sambýliskonu sinni, Tasya van Ree. Fljótlega eftir að það mál kom upp á yfirborðið í fjölmiðlum kom í ljós að Heard hafði reynt að fá kæruna fellda niður skömmu eftir að hún og Depp fóru að stinga saman nefjum.
Þetta er eflaust ekki það síðasta sem við heyrum af máli Heard og Depp, en barnsmóðir hans, Vanessa Paradis, og dóttir þeirra, hafa komið honum til varnar. Sagt hann bæði viðkvæman og elskulegan.

 

SHARE