Þessi mynd er um Heath White og dóttur hans, hana Paisley. Heath vildi alltaf hafa allt fullkomið að sögn eiginkonu hans, Jennifer.
Þegar kom svo í ljós að barnið sem þau áttu von á gæti verið með Downs heilkenni fékk Heath mikið áfall. Hann segir að þetta hafi verið eins og að upplifa dauða. Hann hafði miklar áhyggjur af því hvað fólki fannst um hann, ef hann ætti barn með Downs heilkenni og reyndi hvað hann gat að láta konu sína fara í fóstureyðingu.
Jennifer neitaði og þegar Paisley fæddist áttaði Heath sig á því að hún var nákvæmlega eins og önnur börn, þegar hún hjalaði þegar hann kitlaði hana.
Þetta er dásamlega falleg saga!
E:60 – “Perfect” – Heath White from Toby Hershkowitz on Vimeo.