Reyndu við hann stelpa!

Af hverju er það óskrifuð regla að karlmenn eigi að taka fyrsta skrefið í samskiptum á milli kynjanna ?
Ef mér líst vel á strák, af hverju á ég ekki að láta hann vita af því?

Að sjálfsögðu vilja flestar stelpur láta ganga smá á eftir sér, þannig vita þær að maðurinn hefur áhuga og hafa þar af leiðandi meiri áhuga á honum sjálfar.

Hinsvegar finnst mér það vera sjálfsagður hlutur og eiginlega bara smá spennandi að stelpan taki fyrsta skrefið af og til. Ef þú sérð mann sem þú værir til í að kynnast betur, en talar aldrei við hann vegna þess að þú heldur að hann hafi ekki áhuga, þá kemstu i raun aldrei að því hvort hann hafi áhuga eða ekki. Það geta verið margar ástæður fyrir að strákar taka ekki fyrsta skrefið.

Þeir geta verið feimnir að nálgast þig og ekki vitað hvernig þeir eiga að bera sig. Þú gætir jafnvel verið ógnandi í þeirra augum og þeir einfaldlega ekki þorað að reyna við þig.
Svo er annað, ef þú horfir bara á mann en lætur hann aldrei vita að þér líkar hann getur bara vel verið að hann hafi jafnvel aldrei séð þig eða tekið eftir þér.

Komdu í þig kjark, heilsaðu upp á strákinn sem þú hefur áhuga á, þá veit hann að þú hefur áhuga og þá er bara að bíða og sjá hvort hann taki næsta skrefið.

Ég veit það fyrir víst að mörgum karlmönnum finnst bara skemmtilegt og spennandi þegar við tökum fyrsta skrefið. Ég er allavega löngu hætt að fara alfarið eftir þessari reglu, tók til að mynda fyrsta skrefið í samskiptum við manninn minn, enda finnst mér það mun meira spennandi og mikið er ég fegin!

 

Go for it !

SHARE

LEAVE A REPLY

Please enter your comment!
Please enter your name here