Þarftu innblástur fyrir næstu afmælisveislu, yfirvofandi samkvæmi eða bara kaffiboðið á komandi sunnudag? Þá er Instagram þinn næsti áfangastaður. Þar leitar þú svo uppi notandann @mister_krisp.
Hér er um að ræða Instagram hjá Jessicu nokkurri Siskin, matarlistamanni í New York borg. Aðspurð segir Jessica að hún hafi byrjað að dunda sér með Rice Krispies árið 2012. Í dag heldur hún úti heimasíðunni mrkrisp.com – þar sem meðal annars er hægt að leggja inn pöntun fyrir einu stykki Rice Krispies meistaraverki.
Jafnvel má versla þar dísætan bossann á Kim Kardashian ef þannig liggur á manni.
Guðrún Veiga er fædd og uppalin á Eskifirði. Hún er mannfræðingur að mennt, mikill matgæðingur, mamma og múltítasker. Guðrún Veiga hefur skrifað fyrir hina ýmsu miðla, unnið í sjónvarpi og skrifað eitt stykki matreiðslubók.