Rífur þú sjálfa/n þig niður?

Hvernig gat ég verið svona vitlaus? er eitthvað sem sumir hugsa reglulega. Sumir átta sig bara ekki á því að allir geta gert og gera mistök og þegar maður verður reiður vegna þess vilja smávandamál verða að stórmálum.
Ef þú dettur í það að ásaka sjáfa(n) þig út af smámistökum skaltu bara hætta því. Ef þú ætlast til of mikils af sjálfum þér er alveg hugsanlegt að kröfur þínar til annarra séu líka of miklar. En það getur enginn gert betur en sitt besta.

  • Gerðu þér sóknaráætlun.  Þú skal verat tilbúinn með allt öðruvísi ræðu næst þegar þú ætlar að fara að kalla þig heimska(n) eða einhverju öðru snjöllu nafni sem þú hefur upphugsað þegar þér hefur orðið eitthvað smávægilegt á.  Ræðan gæti verið svona. æj djöfulsins vesen, hvernig get ég gert þetta öðruvísi næst?
  • Fáðu hjálp. Ef þetta er alvöru vandi hjá þér er næsta víst að maki þinn og börnin hafa tekið eftir því.    (Ef þið hafið búið lengi saman er vel líklegt að þau hafi öll lært að taka hart á sér líka). Biddu þau að hjálpa þér með viðbrögðin.
  • Æfðu sóknaraðgerðina. Líklega hefur þú haldið þessa „ræðu“ árum saman. Hún er orðin vel slípuð og rennur fram eins og af sjálfu sér. Svo að hægt sé að breyta þessu þarftu að leggja sóknaraðgerðina á minnið.
  • Framkvæmdu sóknaraðgerðina.  Það verður erfiðara en þú heldur. Þú munt grípa til „æ hvað ég er glötuð“ ræðunnar áður en þú veist af næst þegar þú rekur þig í, hellir niður mjólk, týnir veskinu eða bara gerir eitthvað. En hættu um leið og þú áttar þig.  Þú skalt hefja sókn. Og láttu sóknina heyrast alveg eins og þú hélst ræðuna um „heimskingjann“. Segðu eitthvað uppbyggilegt við sjálfa þig í staðinn fyrir að segja þér hvað þú sért ömurleg.
  • Hugleiddu þessa  lexíu.  Ef maður staldrar við stund til að íhuga hvað maður getur lært af reynslunni eru öll líkindi á að manni verði ekki sömu mistök á aftur. Ef maður fer í rólegheitum yfir það af hverju maður týndi veskinu eða rak sig á gæti maður komið auga á hvernig hægt er  að koma í veg fyrir að svona lagað hendi aftur. Að vera reiður við sjálfa sig vegna þessa  hefur ekkert uppá sig.

Ef maður er sífellt reiður við sjálfan sig eru allar líkur á að maður sér líka óþolinmóður við aðra.  Ef þú lærir að vera þolinmóður við sjálfa(n) þig ertu líka að læra að vera þolinmóð(ur) við aðra. Þeir sem þú umgengst mest- líklega fjölskylda þín- munu kunna vel að meta nýju aðferðina þína að fást við smáóhöppin sem henda. Lífið verður líka ljúfara þegar maður getur farið að vera sjálfum sér svolítið góður.

 

SHARE

LEAVE A REPLY

Please enter your comment!
Please enter your name here