Rihanna mætti með fjólublátt skraut á brjóstunum á sér

Söngkonan Rihanna mætti fremur léttklædd á hátíðarkvöld góðgerðarsamtakanna amfAR á miðvikudagskvöldið.

Það ætti ekki að koma mörgum á óvart að Rihanna mæti léttklædd á opinberan viðburð en undanfarið hefur hún gert mikið af því að ögra fjölmiðlum með djörfum klæðnaði. Söngkonan klæddist hvítum kjól eftir Tom Ford sem var gegnsær að mestu leyti yfir brjóstin og hefðu geirvörtur hennar fengið heldur betur að njóta sín hefði ekki verið vegna fjólublás skrauts sem huldi þær.

Rihanna var þó ekki sú eina sem stal sviðsljósinu á þessum viðburði þar sem kynsystir hennar Miley Cyrus vakti einnig mikla athygli fyrir klæðnað sinn. Miley klæddist svörtum kjól eftir Tom Ford sem var gegnsær að ofan og huldu mjó, svört bönd geirvörtur söngkonunnar. Kjóllinn huldi svo alveg líkama Miley frá mitti og niður á skó.

Kvöldið snérist að sjálfsögðu ekki einungis um klæðnað stjarnanna en safnað var miklu fé til styrtkar samtakanna amfAR sem safnar fjármagni til rannsókna á alnæmi. Rihanna lagði sitt af mörkunum en hún keypti demantseyrnalokka á rúmlega 4 milljónir og ljósmynd af leikkonunni Elizabeth Taylor á 12,2 milljónir.

amfAR LA Inspiration Gala Honoring Tom Ford Hosted By Gwyneth Paltrow

2014 amfAR LA Inspiration Gala

2014 amfAR LA Inspiration Gala - Arrivals

2014 amfAR LA Inspiration Gala

SHARE