Risaeðla skemmti sér í miðbæ Reykjavíkur í gærkvöldi

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu greindi frá því í morgun að risaeðla hefði farið út að skemmta sér í miðbæ Reykjavíkur í gærkvöldi. Ástæða þess að Lögreglunni þótti verðugt að deila sögu af þessari risaeðlu var vegna þess hve illa hún bar sig eftir skemmtanahald næturinnar.

Þegar málið var skoðað betur kom í ljós að ungur maður var þarna á ferð, íklæddur glæsilegum risaeðlubúning. Þessi ungi sveinn hafði fengið sér fullmikið í aðra tánna en var hann eða réttara sagt risaeðlan hvött til að fara beint heim og upp í rúm.

Lögreglan greindi einnig frá því að ekki hafi borist tilkynningar um fleiri risaeðlur síðan þá.

Sjá einnig: Sögur af íslensku djammi – Öskra upp yfir mig og kasta smokknum í burtu!

SHARE