Risastór tölvuleikjaheimur opnar í nýrri verslun í Smáralind

Skífan og Gamestöðin taka næsta skrefið í tölvuleikjum.

Skífan og Gamestöðin opna á laugardag risastóran tölvuleikjaheim í Smáralindinni í nýrri verslun sem er á neðri hæð verslunarmiðstöðvarinnar.

Sjö risaskjáir munu vera tölvuleikjaunnendum til afnota þar sem þeir geta prófað leiki við bestu aðstæður. Tölvuleikjaheimurinn, sem er í samstarfi við Coke Zero, er sá eini sinnar tegundar hér á landi og sannkölluð himnasending fyrir þá sem vilja prófa áður en þeir kaupa.

„Nýja verslun Skífunnar og Gamestöðvarinnar í Smáralind verður með sama sniði og verslunin í Kringlunni. Skífan og Gamestöðin sameinuðust 1. mars og er nýja verslunin eðlilegt næsta skref eftir vel heppnaða sameiningu,“ segir Ágúst Guðbjartsson, framkvæmdastjóri Skífunar og Gamestöðvarinnar.

„Frábær tilboð verða við opnun nýju verslunarinnar en þau má meðal annars finna í bæklingi sem barst með Fréttatímanum í dag.“

Skífan er þekktasta afþreyingarverslun landsins með tónlist, kvikmyndir, heyrnartól og aðra aukahluti.

IMG_8192

 

Gamestöðin selur nýja og spilaða tölvuleiki og er eina verslunin sem kaupir tölvuleiki af einstaklingum sem þeir hafa lokið við að spila og safna jafnvel ryki í hillunum. Þetta er vel þekkt fyrirkomulag víða um heim og hefur reynst afar vel hér á landi.  Þá hefur Gamestöðin einnig ákveðið að hefja sölu aukahluta fyrir farsíma enda eru farsímar öflugar leikjavélar.

IMG_8194

SHARE