Risavaxnir karlmenn vs. kafloðnir kettlingar

Þá er þetta komið; krúttlegasta, fallegasta og væmnasta vinátta sem fyrirfinnst á allri jarðarkringlunni. Risavaxnir karlmenn í myndarlegri kantinum og kafloðnir, dúnmjúkir kettlingar sem eiga í engin hús að venda.

Karlmennirnir sem sjá má í myndbandinu höfðu allir sem einn samþykkt að heimsækja The Kitty Bungalow Charm School For Wayward Cats sem er staðsett í Los Angeles en engum þeirra kom til hugar áður en inn var gengið, hversu heilandi og dáleiðandi áhrif dúnmjúkir, nýfæddir og forvitnir kettlingar geta haft á jafnvel alhörðustu nagla.

Þetta er svo sætt!

SHARE