Þá er þetta komið; krúttlegasta, fallegasta og væmnasta vinátta sem fyrirfinnst á allri jarðarkringlunni. Risavaxnir karlmenn í myndarlegri kantinum og kafloðnir, dúnmjúkir kettlingar sem eiga í engin hús að venda.
Karlmennirnir sem sjá má í myndbandinu höfðu allir sem einn samþykkt að heimsækja The Kitty Bungalow Charm School For Wayward Cats sem er staðsett í Los Angeles en engum þeirra kom til hugar áður en inn var gengið, hversu heilandi og dáleiðandi áhrif dúnmjúkir, nýfæddir og forvitnir kettlingar geta haft á jafnvel alhörðustu nagla.
Þetta er svo sætt!
Klara Egilson er íslenskur blaðamaður búsettur í Osló. Hún hefur gengt ritstörfum frá unga aldri og gaf út sína fyrstu smásögu sex ára að aldri: “Kartaflan sem fann alltaf vitlausa lykt” en hefur skrifað allar götur síðan og er ekki ókunn íslenskum fjölmiðlum. Hún er elsk á orð, fagra muni og umfram allt; fjölbreytileika mannlífsins. Klara gegnir í dag stöðu aðstoðarritstjóra HÚN.IS og tekur á ýmsu í umfjöllunum sínum.