Ristaðar möndlur með kanil

Þessi svakalega girnilega uppskrift kemur frá systrunum Tobbu og Stínu sem halda úti síðunni Eldhússystur.

Það er langt síðan fyrstu auglýsingar um jólatónleika fóru á stjá, Ikea er byrjað með smákökubakstur og ég er farin að spá í jólabakstrinum. Ég ætla þess vegna að leyfa mér að setja inn uppskrift af ristuðu möndlunum sem ég gerði nokkrum sinnum síðustu jól en uppskriftin náði ekki alla leið inn á bloggið. Uppskriftin kemur þess vegna núna fyrir þá sem vilja taka smá forskot á sæluna og búa til smá jólalegt nammi ?

Ristaðar möndlur með kanil (v)

1/2 bolli vatn
1 bolli sykur
2 bollar möndlur
1 msk kanill

Blandið saman  sykrinum, vatninu og kanilnum á pönnu og stillið á miðlungs hita. Þegar blandan nær suðu er möndlunum bætt út í. Hrærið vel í möndlunum og látið allan vökvan gufa upp. Möndlurnar eru þá orðnar húðaðar í kanilsírópi þegar allt er tilbúið. Það verður að hræra vel og vandlega í möndlunum svo þær brenni ekki við, þetta tekur um það bil korter. Hellið möndlunum á bökunarpappír og leyfið þeim að kólna.

SHARE