Þessi dásemd kemur úr bókinni Röggurétti.
Uppskrift:
4-5 kjúklingabringur
1 pakki Ritzkex
1 poki rifin ostur
seson all krydd
matarolía
Aðferð:
Ritz kex mulið í skál, rifnum osti bætt út og kryddað með seson all. Blanda vel saman.
Bringurnar notast heilar eða eru skornar niður í tvo til þrjá bita.
Smá af kexblöndunni er helt í botninn á eldföstu móti, kjúklingnum velt upp úr olíu og honum svo velt upp úr kexblöndunni í skálinni og að endingu raðað í eldfasta mótið, restin af kexostablöndunni dreift yfir og svo inn í ofn.
Bakað við 180 gráður í 30 til 40 mín, eða þar til kjúklingur er fulleldaður.
Sósa:
Piparostur
1 peli rjómi
1 kjúklingateningur
Aðferð:
Osturinn er bræddur í rjómanum og teningnum bætt útí.
Svo er bara að njóta með fjölskyldunni eða vinum.
Kristín fæddist á nunnuspítala og var skírð á flugvelli í henni Ameríku.
Hún er gift og á þrjú börn og eitt barnabarn. Hún hefur að mestum hlut unnið við að efla fólk og hefur menntað sig á því sviði. Ásamt því að skrifa á hun.is vinnur hún sjálfstætt sem meðferðaraðili.
Elskar að lesa, skrifa og mála en útivist og andleg málefni heilla hana.
Hún skrifar út frá eigin reynslu, faglegu nótunum og kaldhæðnislega um upplifun sína af breytingarskeiði miðaldra kvenna. Með hækkandi aldri hefur hún lært að létta sér lífið sem húsmóðir og gera mat á einfaldan hátt en alveg afbragðsgóðan svo frá henni má sjá uppskriftir að ýmsu góðgæti.
Hennar mottó er jákvæðni út í kosmósið því hún hefur lært af lífinu að jákvæðni kemur manni ansi langt!