Þessi er dásamlega bragðgóður!
Pastaréttur með kjúkling
4 stk kjúklingabringur
2 paprikur
10 frekar stórir sveppir smátt saxaðir
2 laukar smátt saxaðar
2 dl rjómi
2 dl matreiðslurjómi
3 msk grænt pestó
Pipar
Salt
1 kjúklingateningur
Pasta … penne ca 500 gr eða eftir smekk..
Kjúklingabringurnar eru kryddaðar og settar í heitar ofn og bakaðar í hálftíma. Teknar út úr ofninum. Skornar í litla bita en soðið sem fellur til er sett til hliðar.
Pastað soðið í saltvatni eftir leiðbeiningum og eins eftir smekk hveru mikið er notað. Þegar það er soðið er það sigtað og látið til hliðar. Paprikan laukarnir og sveppir steikt í smjöri. Rjóminn og það soð sem fellur af bringunum sett í og öllu blandað saman og látið malla í ca 15 mín og þá er þetta tilbúið. Borðað með góðu brauði eða hvítlauksbrauði, fljótlegt og gott.
Matarkarfan er hugarfóstur mæðgina sem eru „Made in sveitin“. Lífið þeirra snýst að stórum hluta um mat. Hugsa um hann og hvað á að elda? Hvernig á að elda?
Og borða hann , ekki gleyma því..Það er hin unaðlega umbun við að læra að gera góðan mat.