Rjómapasta með kjúkling

Þessi er dásamlega bragðgóður!

Pastaréttur með kjúkling

4 stk kjúklingabringur

2  paprikur

10 frekar stórir sveppir smátt saxaðir

2 laukar smátt saxaðar

2 dl rjómi

2 dl matreiðslurjómi

3 msk  grænt pestó

Pipar

Salt

1 kjúklingateningur

Pasta … penne ca 500 gr eða eftir smekk..

Kjúklingabringurnar eru kryddaðar og settar í heitar ofn og bakaðar í hálftíma. Teknar út úr ofninum. Skornar í litla bita en soðið sem fellur til er sett til hliðar.

Pastað soðið í saltvatni eftir leiðbeiningum og eins eftir smekk hveru mikið er notað. Þegar það er soðið er það sigtað og látið til hliðar. Paprikan laukarnir og sveppir steikt í smjöri. Rjóminn og það soð sem fellur af bringunum sett í og öllu blandað saman og látið malla í ca 15 mín og þá er þetta tilbúið. Borðað með góðu brauði eða hvítlauksbrauði, fljótlegt og gott.

SHARE