Nú er allt á suðupunkti í herbúðum Kardashian-fjölskyldunnar, ef svo má að orði komast. Nýjustu fregnir herma að Rob Kardashian sé byrjaður með Blac Chyna, barnsmóður Tyga. En eins og flestir vita þá er Tyga kærasti yngstu systur Rob, Kylie Jenner. Samkvæmt vefmiðlinum Entertainment Tonight hefur samband þeirra staðið yfir í rúmlega tvær vikur og er Kylie víst allt annað en sátt með bróður sinn.
Sjá einnig: Trúlofaði Kylie Jenner sig um jólin?
Það ætlaði allt um koll að keyra þegar Blac birti þessa mynd af sér á Instagram. Glöggir aðdáendur Kardashian-fjölskyldunnar voru ekki lengi að átta sig á að þarna er húðflúraður handleggurinn á Rob vafinn utan um háls Blac Chyna. Við myndina hafði Blac skrifað The beginning.
Kardashian-systrunum er allt annað en vel við Blac Chyna og Khloe Kardashian tjáði sig nýlega um málið á Twitter.
Rob var ekki lengi að svara Khloe og gefa í skyn að Blac væri komin í fjölskylduna til þess að vera.
Khloe er svo sannarlega ekkert lamb að leika sér við og hefur hún nú hent Rob út af heimilin sínu, þar sem hann hefur verið búsettur síðustu ár. Khloe sakar Rob um að hafa svikið fjölskylduna og segir hann geta étið það sem úti frýs á meðan hann sé í tygjum við Blac Chyna.
Blac og Tyga á meðan allt lék í lyndi.