Robert De Niro táraðist í nýlegu viðtali um hvernig er að verða faðir 80 ára gamall

Robert De Niro sýndi á sér mjúku hliðarnar í viðtali á dögunum og ræddi þar um hvernig það væri að vera áttræður faðir stúlkubarns. Leikarinn sem hefur leikið í mörgum stærstu kvikmyndaverkefnum sögunar sagði að heimilislíf hans sé líka ansi annasamt.

Þó að flestir karlmenn á hans aldri eru hættir að vinna og fara í golf, eignaðist De Niro aftur á móti sjöunda barnið sitt, Gia Virginia, á síðasta ári.

Auk stúlkunnar á De Niro elstu tvö börnin sín með fyrrverandi eiginkonu sinni Diahnne Abbott, ættleidda dótturina Drenu, á meðan þau eignuðust soninn Raphael saman.

Einnig eignaðist De Niro með fyrrverandi konu sinni númer tvö, Toukie Smith synina Julian og Aaron í gegnum staðgöngumóður og þá átti hann tvö börn út þriðja hjónabandi sínu með Grace Hightower, soninn Elliot og dótturina Helen sem einnig voru gengin með staðgöngumóður.

Óskarsverðlaunahafinn, sem mætti í sjónvarpsþátt með kærustunni sinni Tiffany Chen sýndi á sér mjúku hliðarnar í nýlegu viðtali þegar hann opnaði sig um uppeldi litlu stúlkunnar sinnar.

De Niro sagði: „það er frábært“ að vera foreldri aftur, orðinn 80 ára.

„Öll pressa og allar áhyggjur hverfa bara þegar ég horfi á hana. Það er dásamlegt,“ bætti hann við.

“Þegar hún verður eldri – hver veit? Bara það að fá að sjá hana dafna og hvernig hún að horfir á þig, hvernig hún meðtekur hlutina og fylgist með,” bætti hann við á meðan hann barðist við tárin.

Eftir að hafa tekist á við óhreinar bleiur á næstum öllum áratugum lífs síns hefur leikarinn mun afslappaðri nálgun við uppeldi þessa dagana.

„Þetta gerist ekki auðveldara,“ útskýrði hann við Guardian í október síðastliðnum, þegar hann var spurður um að verða pabbi á efri árum.

Leikargoðsögnin bætti við: „Þetta er eins og það er og það er bara allt í lagi. Ég meina, ég passa upp að lyfta ekki of þungu en ég er þarna, ég styð kærustuna mína. En hún vinnur stærstu verkin. Við höfum líka hjálp, sem er svo mikilvægt.“

SHARE