Vivian Waller (21) frá Nýja Sjálandi var greind banvænt með krabbamein í lifur, lungum og þörmum í janúar. Hún hófst handa við að skrifa lista um hluti sem hún vildi upplifa, áður en hún félli frá. Hún vildi gera þessa 5 hluti:
- Fagna sínu 21 afmæli
- Sjá dóttur sína verða eins árs
- Gifta sig
- Ferðast til Rarotonga
- Hitta Robin Williams
Vivian hafði ekki orku til þess að ferðast til Bandaríkjanna svo vinir hennar sendu Robin Williams skilaboð og báðu hann um að senda henni kveðju. Hann gerði það og sendi þetta til hennar fyrir nokkrum vikum síðan.
http://youtu.be/fU4C_qHaRIg
Vivian á bara eitt atriði eftir á listanum sínum, en það er að ferðast til Rarotonga en hún hefur verið of veik til að ferðast. Hún og barnsfaðir hennar gengu í hjónaband í febrúar eftir að herferð hafði verið hrundið af stað, til þess að safna fyrir brúðkaupinu, en það tókst á aðeins 2 vikum.
Fjölskyldan segir að þau hafi gert myndbandið opinbert til þess að sýna hversu góð manneskja Robin Williams var.