Rómantík, perlur og litadýrð í naglatískunni í febrúar

Neglur eru svo stór partur af heildarútliti manneskju og Karitas Ósk sem er með Jamal.is og hún er með puttann á púlsinum þegar kemur að naglatískunni og getið þið skoðað glæsilegt úrval á Instagram síðum hennar.

Við fengum hana til að segja okkur frá hvað verður heitast í febrúar:

Það eru margir skemmtilegir dagar í febrúar sem við höldum uppá, því er mánuðurinn oft fjölbreyttur eftir því hvað hver og einn vill setja áherslu á. Neglur eru einn vinsælasti fylgihluturinn í dag og margir nota tjáningu í naglavali.

Við höfum daga eins og Valentínusardaginn, konudaginn, bolludaginn, sprengidag og öskudag, ásamt þeim klassísku. Úrval á vali naglaskraut og litum er alltaf mjög fjölbreytt.

Það sem stendur hvað mest uppúr í febrúar eru dagarnir þar sem tákn ástarinnar fá að njóta sín, enda er febrúar sérstakur mánuður Valentínusar.

„Í kringum öskudag er mjög skemmtilegt að vinna þar sem foreldrar kæta oft börnin sín með skemmtilegu naglaskrauti og jafnvel leyfa börnunum að velja. Maður tekur alltaf eftir nöglunum hjá barbamömmunni. Í gegnum þau ár sem ég hef starfað sem naglafræðingur hafa tákn eins og hjörtu ásamt bleikum, hvítum, svörtum og rauðum lit verið mjög áberandi.“

Steinar og perlur hafa einnig fengið að njóta sín, enda þekkjum við öll rómantíkina á bakvið perlur og demanta. Ýmist hafa viðskiptavinir beðið um steinaða stafi af makanum sínum og/eða steinuð hjörtu. Einnig hafa áhrifavaldar og þekktar stjörnur áhrif á naglatískuna, nýjungar í framleiðslu ásamt fleiru.

Síðan eru það þessir sem að velja alltaf jarðbundna liti, fólkið sem þykist aldrei fara út fyrir kassann, og þar tilheyri ég haha. Persónulega er ég algjör rómantíkus og finnst ekkert skemmtilegra en að gleðja fólkið mitt með kossum og gjöfum, hver veit nema ég verði búin að finna ástina fyrir 14. febrúar og láti steina upphafstafi prinsins?

Ég hlakka mikið til að fara inn í febrúar og veit að viðskiptavinir mínir eiga eftir að koma mér á óvart með ýmsum hugmyndum.

Lesendur Hún.is fá 15% afslátt í vefversluninni Jamal.is með því að nota afsláttarkóðann HUN þegar þið eruð að borga. Afslátturinn gildir út 7. febrúar næstkomandi.

SHARE