Rómantískt bónorð – þvílík fyrirhöfn

Þegar Bret ákvað að fara niður á skeljarnar og biðja sína heittelskuðu Jovan að giftast sér var hann ekkert að fara pent í málið. Hann skipulagði ótrúlega uppákomu með 40 atvinnudönsurum þar sem allir nánustu vinir of fjölskylda Jovan tóku þátt og komu henni fullkomlega á óvart. Enda höfðu sumir þeirra flogið heimshöfin á milli til að taka þátt í uppákomunni.

Þegar Bret birtist loksins kemur hann „syngjandi“ niður götuna eins og poppstjarna í tónlistarmyndbandi fyrir framan kaffihúsið.

Myndbandið tók algjört stökk í áhorfi þegar sjónvarpsþátturinn Marry Me ákvað að sýna myndbandið. Sjónvarpsþátturinn hefur þó ekkert með myndbandið að gera.

Hvað finnst þér, myndir þú vilja upplifa svona bónorð?

https://www.youtube.com/watch?v=SWP2bW5B0Zw&ps=docs&ps=docs

Líkar þér þessi grein? Smelltu á like takkann og deildu gleðinni.

SHARE