Romeo Beckham (12 ára) kynnir hátíðarlínu Burberry (aftur)

Romeo Beckham kann að vera einungis tólf ára gamall, en drengurinn hefur ásjónu engils og er ekki ókunnur fyrirsætustörfum. Þannig hefur Burberry nú að öðru sinni fengið son þeirra Victoriu og David Beckham til að sitja fyrir og kynna nýjustu línu tískurisans, Festive – eða hátíðarlínu Burberry árið 2014.

 

Verður gaman að fylgjast með Romeo á komandi misserum, en á Instagram reikningi Burberry mátti sjá þessa ljósmynd af hinum tískumeðvitaða tólf ára dreng sem eflaust á framtíðina fyrir sér í hátískuheiminum, ef marka má afslappað yfirbragð hans og brosið … sem eflaust á eftir að bræða ófá stúlkuhjörtun.

Hér má aftur á móti sjá Romeo kynna línu Burberry á síðasta ári. Justin Bieber hvað?

 

SHARE