Þessi uppskrift er einföld en alveg svakalega góð! Hún kemur frá Gotterí.is
Rósmarín og Chili möndlur
- 2 msk Extra virgin ólífuolía
- 1 msk rósmarín
- 1 tsk Chiliduft
- 1 tsk gróft salt
- 380 gr möndlur með hýði
- Cayenne pipar ef þess er óskað, um ½ tsk
Aðferð:
- Hitið ofninn 170°C.
- Blandið öllu saman í skál.
- Hellið því næst í ofnskúffu klædda bökunarpappír.
- Ristið í 16-20 mínútur og hrærið reglulega í blöndunni á meðan.
Endilega splæsið einu like-i á Gotterí og gersemar á Facebook
Kidda Svarfdal er ritstjóri og eigandi Hún.is en hún er frá Djúpavík á Ströndum. Hún fór á bát og snjósleða í skólann þegar hún var lítil og var í heimavist í Finnbogastaðaskóla. Hún hefur haft gaman að krossgátum og íslensku frá unga aldri og hefur skrifað ljóð, sögur, pistla og fleira. Ásamt því að skrifa á Hún.is er Kidda, ásamt fjölskyldu sinni, mikið í Djúpavík þar sem fjölskyldan er með ferðaþjónustu.