
Þessi uppskrift er frá Matarlyst á Facebook. Þær segja að þessi uppskrift sé fljótleg og einföld og henti vel með Tikka Masala og Butter Chicken.
Rótý brauð
8 dl hveiti
2 msk lyftiduft
2 msk sykur
2 tsk salt
Kalt vatn þar til deigið samlagast vel.
Sjá einnig: Hrökkbrauð með fræjum – Vegan
Aðferð: Blandið þurrefnunum saman í skál, bætið vatni út í þurrefnin, blandið þar til deigið sleppir vel hendi og hefur samlagast vel. Mótið litlar kúlur á stærð við golfkúlu, fletjið þær út þunnt og steikið á olíuborinni heitri pönnu um stund og snúið við og steikið hina hliðina. Gott er að pensla brauðið með hvítlauksolíu.

Kidda Svarfdal er ritstjóri og eigandi Hún.is en hún er frá Djúpavík á Ströndum. Hún fór á bát og snjósleða í skólann þegar hún var lítil og var í heimavist í Finnbogastaðaskóla. Hún hefur haft gaman að krossgátum og íslensku frá unga aldri og hefur skrifað ljóð, sögur, pistla og fleira. Ásamt því að skrifa á Hún.is er Kidda, ásamt fjölskyldu sinni, mikið í Djúpavík þar sem fjölskyldan er með ferðaþjónustu.