Rúgbrauð er nauðsýnlegt með soðnum fisk og upplagt er að skella í brauðið sjálfur enda óskaplega einfalt og gott.
6 bollar (bolli að eigin vali.stór eða lítill)Rúgmjöl
6 bollar speltmjöl,gróft (eða hveiti eða heilhveiti)
5 tesk natron
7 bollar sojamjólk ( eða súrmjólk eða ab mjólk)
500 gr algave sýróp( sollu sýróp)eða venjulegt) ég nota heldur minna sýróp en er í uppskrift.
3 tesk salt.
Þurrefni sett í stíra skál og hrærð saman.
Mjólkinni og sýrópinu bætt útí.Hrært þokkalega vel saman og sett í kalkúns steikarpott eða venjulegan kjötsteikarpott.
Eða mjólkurfernur.Tómar að sjálfssögðu.
Brauðið er bakað í 12-13 tíma í ofni við 100-125 gráðu hita.
Ég hræri í brauðið milli 19 og 20 að kvöldi ef ég vil byrja daginn á heitu rúgbrauði.
Það má bæta allskonar kornum ef vill. Gangi ykkur vel og gaman væri að heyra ef einhver prófar að baka þetta brauð.