![Screenshot 2022-11-30 at 11.23.03](https://www.hun.is/wp-content/uploads/2022/11/Screenshot-2022-11-30-at-11.23.03-640x475.jpg)
Er eitthvað sem hún Ragnheiður hjá Matarlyst getur ekki bakað. Þetta er guðdómslega gott rúgbrauð hjá henni.
Þetta Rúgbrauð er afar gott, það tekur enga stund að hræra í brauðið, síðan er það bakað í ofninum í 7 tíma.
Er afskaplega gott t.d með smjöri og osti, kæfu, lax og ekki má gleyma síld eða bara hverju því sem hugurinn girnist.
Uppskrift:
6 bollar rúgmjöl
3 bollar heilhveiti
2 bollar sýróp
4½ tsk matarsódi
3 tsk salt
1½ l súrmjólk eða Ab mjólk
Aðferð
Hitið ofninn í 200 gráður og blástur
Blandið öllum hráefnum saman í skál.
Smyrjið olíu inn í eða setjið bökunnarpappír í lítið steikarafat.
Hellið deiginu ofaní formið, smyrjið út og setjið lokið á.
Setjið brauðið inn í 200 gráðu heitan ofninn í 10 mín lækkið síðan hitann í 100-110 gráður og bakið áfram í 7 tíma.
Ath ég nota Amerískt bollamál þ.e 1 cup á honum stendur 237 ml. Eða notið stóran bolla.
![](https://www.hun.is/wp-content/uploads/2022/11/316815209_567836155350462_4088433068535690785_n-1024x1225.jpeg)