
Eldhússystur bjóða okkur uppá leyniuppskrift föður þeirra. Mmmmmm……

Rúgbrauðið hans pabba
Hráefni
1.6 kg rúgmjöl
200 grömm heilhveiti
300 grömm hveiti
700 grömm púðursykur
11-12 teskeiðar þurrger
2 lítrar nýmjólk.
1/2 – 1 msk salt
Aðferð
Allt þurrefni hrært saman í stórri skál (mjög stórri!) áður en mjólkin er sett út í. Steikarpottur smurður með smjöri, og deiginu hellt út í. Lokið sett á og bakað við 100 c. í 12 – 13 klst, sennilega þó nær 13 klst.

Kidda Svarfdal er ritstjóri og eigandi Hún.is en hún er frá Djúpavík á Ströndum. Hún fór á bát og snjósleða í skólann þegar hún var lítil og var í heimavist í Finnbogastaðaskóla. Hún hefur haft gaman að krossgátum og íslensku frá unga aldri og hefur skrifað ljóð, sögur, pistla og fleira. Ásamt því að skrifa á Hún.is er Kidda, ásamt fjölskyldu sinni, mikið í Djúpavík þar sem fjölskyldan er með ferðaþjónustu.