Rúgbrauðið hans pabba

Eldhússystur bjóða okkur uppá leyniuppskrift föður þeirra. Mmmmmm……

Rúgbrauðið hans pabba

Hráefni
1.6 kg rúgmjöl
200 grömm heilhveiti
300 grömm hveiti
700 grömm púðursykur
11-12 teskeiðar þurrger
2 lítrar nýmjólk.
1/2 – 1 msk salt

Aðferð
Allt þurrefni hrært saman í stórri skál (mjög stórri!) áður en mjólkin er sett út í. Steikarpottur smurður með smjöri, og deiginu hellt út í. Lokið sett á og bakað við 100 c. í 12 – 13 klst, sennilega þó nær 13 klst.

SHARE