Ruggustól frá langömmu stolið úr sameign – Hefur mikið tilfinningalegt gildi

Síðasta haust, eða 5. október, var ruggustóll sem ég erfði frá langömmu minni settur í geymslu á neðri hæð í sameign í gamla húsinu okkar við Brekkustíg 29 í Njarðvík. Þetta er gamall ruggustóll eftir Svein Kjarval.
Ruggustóllinn er ljós á litinn með gæruskinni! Málið þykir hið furðulegasta sérstaklega þar sem sameignin er alltaf læst og hann hefur verið tekinn innan við 2 dögum eftir að við fluttum út.
Ef ÞÚ hefur tekið stólinn minn viltu vinsamlegast skila honum, hann hefur mikið tilfinningalegt gildi og finnst mér hræðilega sorglegt að einhver hafi verið svo óprúttinn að taka hann!

Það er sprunga í öðrum fætinum og gæran er hvít. Ef þið sjáið til sölu svona stól endilega látið mig vita!

mynd_9feb4fe5
Olga vinkona Marenar í stólnum

Ég mun ekki gera neitt mál úr þessu, verð bara ótrúlega glöð ef ég fæ hann aftur í hendurnar.
Þessi stóll er mér mjög kær og mig langar svo að fá hann aftur

Screen shot 2013-05-02 at 14.17.55
Þessi stóll er svipaður og sá sem var stolið

Kv. Maren Egilsdóttir sími: 8440700

Maren á Facebook

SHARE

LEAVE A REPLY

Please enter your comment!
Please enter your name here