Ruslabílinn – Saga

Hversu oft leyfir þú vitleysunni í öðru fólki að breyta skapi þínu til hins verra?

Leyfir þú slæmum bílsstjóra, ókurteisum þjón, leiðinlegum yfirmanni eða særandi starfsmanni að skemma daginn þinn?

Þú væntanlega bregst við því að lokast og pirrast, nema þú sért einhvers konar ofurmenni/ofurkona.

Það er aftur á móti góð mæling á hversu vel þér gengur í lífinu hversu fljót/ur þú ert að einblína aftur á það sem raunverulega skiptir máli.

Ég lærði þessa lexíu fyrir sextán árum og ég lærði hana í aftursætinu á leigubíl í New York. Hér á eftir kemur það sem gerðist.

Ég stökk inn í leigubíl og við vorum á leiðinni á Grand Central Station. Við keyrðum á hægri akgreininni þegar svartur bíll birtist skyndilega á akgreininni fyrir framan okkur. Leigubílsstjórinn skellti niður bremsunni, bíllinn rann töluvert og munaði aðeins hársbreidd að við hefðum skollið aftan á svarta bílinn.

Ég trúði þessu varla og var í áfalli. En ég trúði heldur ekki því sem gerðist næst. Bílstjóri hins bílsins, gaurinn sem var næstum búinn að valda stærðarinnar bílslysi, sneri sér við og byrjaði að kalla ókvæðis orð í áttina að okkur.

Hvernig veit ég hvað hann kallaði?

Spurðu bara hvaða New York búa sem er, sum orð hér í New York eru sögð með ákveðnum andlitshreyfingum.

Til þess svo að leggja áherslu á mál sitt skellti hann upp puttanum að kveðjugjöf. Svona eins og orðin hans væru ekki nógu sterk.

En þá gerðist það sem virkilega sló mig. Leigubílsstjórinn minn brosti bara og veifaði til gaursins.

Trúið mér hann var bara virkilega vingjarnlegur. Þannig að ég spurði hann strax: „Af hverju gerðir þú þetta eiginlega? Þessi gaur var næstum því búinn að drepa okkur!“

Þá svarði hann: „Margt fólk er eins og ruslabílar. Það keyrir um fullt af rusli, fullt af pirring, fullt reiði og fullt af vonbrigðum. Eftir því sem ruslið þeirra safnast saman leita þau að einhverjum til þess að henda ruslinu á. Ef þú leyfir þeim það henda þau ruslinu á þig. Þannig að þegar einhver vill skella öllu ruslinu sínu á þig ekki taka því persónulega. Brostu bara, veifaðu, óskaðu þeim velgengni og haltu áfram þinn veg. Trúðu mér, þú verður hamingjusamari þannig.“

Ég fór því að hugsa, hversu oft leyfi ég ruslabílum að keyra yfir mig? Hversu oft tek ég ruslið þeirra og dreifi því svo til annars fólks í vinnunni, heima og út á götu?

Það var þá sem ég sagði: „Ég vill ekki ruslið þeirra og ég ætla ekki að dreifa því lengur.“

Lærdómurinn er sem sagt sá að hamingjusamt fólk leyfir ekki ruslabílnum að taka yfir daginn þeirra. Lífið er of stutt til þess að vakna á morgnanna með eftirsjá. Þannig að elskið fólkið sem kemur vel fram við ykkur og hugsaðu fallega til þeirra sem gera það ekki. Lífið er 10% hvernig þú ákveður það og 90% hvernig þú tekur á móti því!

David J. Pollay

SHARE