Russel Brand var ekki hræddur við að stíga fram og verja múslima í framhaldi af árásinni í Bretlandi um daginn, þar sem tveir menn réðust á hermann og myrtu hann. Mennirnir sögðust fremja verknaðin í nafni Allah og mikil reiði braust út. Russel Brand skrifaði sínar skoðanir niður og er ekki sammála því að fólk dæmi Islam trúnna út frá gjörningi nokkurra manna. Hér er úrdráttur úr skrifum Russel Brand.
Það skiptir máli þegar hræðilegir hlutir gerast eins og þegar Lee Rigby var myrtur um daginn í Woolwich að við hugsum skýrt og tölum varlega. Þarna voru tveir ofbeldisfullir auðnuleysingjar að verki og það vill svo til að þeir eru Íslamstrúar. Við megum ekki detta í þá gryfju að halda eða segja að allt Íslamstrúarfólk sé morðingjar. Þessir morðingjar skýldu sér á bak við Kóraninn. Aðrir morðingjar hafa skýlt sér bak við biblíuna- og fóru í krossferðir. Öll þyrftum við að muna vel boðskap bæði biblíunnar og Kóransins: Við erum öll einnar ættar!
Mark Chapman, annar geðveikur maðurinn til, sá sem myrti John Lennon, 1980 faldi sig bak við aðra bók, Bjargvættinn í grasinu eftir Salinger. Þúsundir karla og kvenna sem hafa lesið allar þessar bækur hlaupa ekki til að fremja illvirki. Í þeim er ekkert sem hvetur til þess.
Við ættum því að hugsa okkur um áður en við setjum alla Íslamstrúarmenn í einn hóp, alla unglinga í einn hóp, allt gamal fólk í einn hóp o.s.frv. Í hverjum hópi eru menn af öllum gerðum og í hópi Íslamstrúarmanna eru því miður til kolbrjálaðir ofstækismenn sem beita Íslam fyrir sig þegar þeir fremja ódæðisverkin. Hér er um að ræða ruglaðan huga, félagslega einangrun og fátækt og auk þess oft mikla andlega fátækt.
Fátæktin og misréttið kyndir undir reiðinni og mörgum finnst að forréttindastéttin fari illa með þá. Stórþjóðirnar stunda hernað í löndum fjarri heimahögum og drepa fólk þar eins og flugur. Furða er þó fólk verði reitt. En einstaklingur sem fremur ódæði gerir það í eigin nafni og getur ekki falið sig bak við einhverjar kenningar sem hann telur að hann hafi haldbærar. Við eigum ekki að láta hafa okkur út í að taka undir þau viðhorf.
Það voru konur sem reyndu að hjálpa helsærðum manninum sem lá í götunni og morðinginn stóð yfir þeim með hnífinn í höndunum. Þær sýndu hreysti, einurð og styrk. Til þess að við getum mætt ofbeldi með æðruleysi og styrk verðum við að eiga kærleika og geta sýnt hvert öðru samhug. Við megum ekki einblína á það sem aðskilur okkur heldur á það sem við, manneksjurnar eigum sameiginlegt.
Þessir morðingjar vildu koma óeirðum af stað. Þeir vildu að fólk hlypi til og eyðilegði moskur þeirra. Þá var hægt að halda áfram. Þess í stað kemur fólk með blóm og leggur á staðinn þar sem ódæðið var framið. Vopnin eru slegin úr höndum ódæðismannanna.
Stöndum hvert með öðru í anda kærleika og mennskunnar. Reynum að uppræta þau öfl í samfélagi okkar sem fara þannig með mannshugann að hann fremji svona ódæði.