Ég hef alltaf verið ferlega klaufsk þegar kemur að íslenskum pönnukökum og hef satt að segja aldrei komist upp á lagið með að steikja þær þunnar og fallegar. Framan af kenndi ég pönnukökupönnunni um en eftir að tengdamamma mín steikti fullkomnar pönnukökur trekk í trekk á henni neyddist ég til að horfast í augu við að klaufaskapinn yrði ég að skrifa á mig.
Sænskar pönnukökur (uppskrift frá Kokaihop)
- 2,5 dl hveiti
- 1/2 tsk salt
- smá vanillusykur
- 6 dl mjólk
- 4 egg
- 1 msk sýrður rjómi
- 3 msk smjör til að steikja upp úr (ég nota mun meira)
Blandið þurrefnum saman í skál. Bætið mjólk og sýrðum rjóma saman við og hrærið vel saman. Hrærið að lokum eggjunum í blönduna. Steikið upp úr smjöri.