Sænskar sörur í ofnskúffu

Þessi uppskrift er alveg fullkomin fyrir þá sem langar í sörur (með marsípani í stað möndlubotna) en leggja ekki í dútlið og vilja fá hámarskgott fyrir lágsmarksvinnu. Þær kunna þetta alveg hjá Eldhússystrum. 

Sænskar sörur í ofnskúffu 

500 gr marsípan
1 dl sykur
2 eggjahvítur

300 gr smjör
3 dl flórsykur
200 gr dajm, saxað smátt.
1 tsk vanillusykur
2 eggjarauður

200 gr mjólkursúkkulaði

Rífið marsípanið. Blandið saman við sykur og eggjahvítu ( t.d. í hrærivél). Setjið bökunarpappír í ofnplötu (ég notaði aðeins minna form, ca. 25×35 cm) og setjið botninn á plötuna. Best er að nota fingurna, bleyta þá vel og þrýsta deiginu út í deigið. Bakið við 175°c í 15 – 20 mínútur, þar til botninn er orðinn gullinbrúnn.

Þeytið smjörið með flórsykrinum, daíminu, vanillusykrinum og eggjarauðunum þar til kremið er slétt og fellt. Smyrjið smjörkreminu á botninn þegar hann hefur kólnað. Setjið í kæli eða frysti í ca. klst.

Bræðið súkkulaðið á vægum hita. Setjið súkkulaðið ofan á smjökremið, svo það hylji kökuna. Geymið í kæli eða frysti.

Ath að best er að skera kökuna í bita þegar hún hefur verið tekin úr frysti, en henni verið leyft að standa í smá stund (annars er hætt við því að súkkulaðið brotni).

SHARE