Sætar kartöflur og tófu kryddað með karrí – Uppskrift

 

Fyrir 4

Efni:

  • 2 msk. olía
  • 1 sæt kartafla, afhýdd og skorin í bita
  • 1 bolli kókosmjólk
  • 3 bollar grænmetissoð (búið til með grænmetisteningi)
  • 1/3 bolli saxaður hvítur laukur
  • 2 hvítlauksrif, marin
  • 1 msk. karrý
  • 1 tsk. cumin
  • 1/4 tsk. salt
  • 1/8 tsk. svartur pipar
  • 1/8 tsk. mulinn rauður pipar
  • 2 bollar brokkoli
  • 200-250gr. bakað tófu (ef tófu fæst ekki bakað þarf ad baka það áður en það er notað í þennan rétt)
  • 1/4 bolli saxað, ferskt kóriander
  • 4 bollar soðin brún hrísgrjón

Aðferð:

  1. Helliði olíu á stóra pönnu og hitið á miðlungs hita. Látið sætu kartöflurnar út í og eldið þar til þær eru mjúkar.
  2. Hellið kókosmjólkinni og soðinu út í, látið lauk, hvítlauk, karrí, cumin, salt, pipar og rauða piparinn út í og hrærið.
  3. Látið sjóða um stund.
  4. Nú er brokkolí, kóríander og tófu bitunum bætt út í og látið krauma í 10ö15 mínútur.
  5. Skiptið hrísgrjónunum í fjórar skálar og bætið karríréttinum svo í skálarnar. Skreytið með kóríander.

 

SHARE