Safi fyrir hormónana

 

Ég er búin að vera á þessu líka bullandi breitingaskeiði í mörg ár. Ekki spurning að prófa þennan sem kemur frá lifandi Líf.

Að hafa jafnvægi á hormónunum skiptir gríðarlega miklu máli fyrir alla.  Heilaþoka, þyngdaraukning, þreyta, hitakóf, tíðarverkir, miklar blæðingar og þunglyndi eru bara nokkur dæmi sem getur stafað að ójafnvægi á hormónum – allt til að gera lífið mun erfiðara en það ætti að vera.   

 

Holl næring er mikilvæg þegar kemur að því að halda jafnvægi á hormónum og þá getur verið gott að grípa í góðan safa eða hristing. 

 

 

Orkugefandi matcha og sítrónu hristingur (notið blandara):

Fyrir einn: 

 

1 1/2 bolli vatn

1 bolli klettasalat, spínat eða annað grænt kál

1/2 stk. þroskuð lárpera

1 stk. daðla

4 stk. hnetur að eigin vali

3 msk. ferskur sítrónusafi

2 msk. mulin hörfræ

1 msk. ghee

1 msk. maca duft

1 1/2 msk. hemp fræ

Smá biti engifer, afhýddur

1 tsk. matcha grænt te

1/4 tsk. kanill

Örlítið sjávarsalt

Sjá meira:6 hollráð að meiri orku og jafnvægi

 

Matcha grænt te hefur verið vinsælt lengi og ekki að ástæðulausu.  Talið er að einn bolli af matcha gefi jafn mikið af andoxunarefnum og 10 bollar af venjulegu grænu tei.  Það gefur einnig mikla orku og því tilvalið í staðin fyrir kaffið.  Klettasalat, hörfræ og maca duft hjálpa þér að koma jafnvægi á estrógen hormónin sem eru kynhormón með það meginhlutverk að stjórna tíðahring kvenna.   Einnig gegna þau mikilvægu hlutverki við meðgöngu og fósturþroska.  Kanill kemur jafnvægi á blóðsykurinn.  

 

Mæli með að þið kíkið á síðuna hjá http://lifandilif.is

 

SHARE

LEAVE A REPLY

Please enter your comment!
Please enter your name here