Samtök bandarískra kvikmynda- og sjónvarpsleikara veita í kvöld, 25. janúar, verðlaun fyrir hin ýmsu afrek á sviði kvikmynda- og sjónvarpsþáttagerðar. Að því tilefni hefur E! tekið saman verstu kjólana sem stjörnurnar hafa skartað á hátíðinni í gegnum árin. Persónulega hef ég ávallt talsvert meiri áhuga á klæðnaði hátíðargesta heldur en keppninni um einhverja forláta verðlaunastyttu. Það er bara svo notalegt að sitja heima í sófa og dæma aðra. Helst með snakkpoka í kjöltunni. Jafnvel súkkulaðistykki í annarri. Kókglas í hinni.
Lítum á hvað sérfræðingar E! segja skelfilegustu kjólana vera:
Jillie Mack, eiginkona Tom Selleck, á SAG árið 2003. Hún er eins og eggaldin. Punktur.
Rose Byrne í Valentino árið 2013. Spekúlentar E! segja að enginn undir fimmtugu ætti að koma nálægt þessum kjól. Ég er ósammála. Hann er voða rómantískur og krúttlegur. Fer Rose vinkonu minni vel.
January Jones í umdeildum kjól árið 2013. Kraginn þótti ljótur og sniðið almennt. Í heild þótti dressið minna á þernubúning.
Had Shailene á hátíðinni árið 2012 – aloha, þetta er ljótt. Hrikalega ljótt.
Amanda Peet árið 2014. Æ, nei. Minnir mig á þykk stofugluggatjöld síðan 1980 og eitthvað. Eða bara ljótt rúmteppi.
Cate Blanchett í Givenchy árið 2014. Kjóllinn var sagður lufsulegur og illa sniðinn. Mér finnst hann fínn, en hvað veit ég?
Juliette Lewis 2014. Þessi er dásamlegur, alveg sama hvað E! segir.
Kjólinn sem Rachel Livingston, úr Big Bang Theory, var í árið 2014 þótti minna á náttkjól frá Viktoríutímabilinu. Mér finnst kjólinn hafa örlítinn sjarma þó. Pilsið mætti vera minna um sig. Og hárið á henni uppsett. Þá værum við að dansa.
Kjóllinn sem Anne Hathaway klæddist árið 2006 þykir einnig minna á einhverskonar náttklæði. Afar leiðinlegur á litinn líka, svona að mínu mati.
Sissy Spacek 2003. Það er eins og það sé verið að fara að ferma hana. Að einhverskonar djöflasið.
Kyra Sedgwick árið 2005. Regnbogakjóllinn umtalaði – ó, ég færi í hann. Óumbeðin og allt.
Reese Witherspoon 2006. Má setja út á hana? Er hún ekki sæt í öllu? Mætti samt klippa þessa flennistóru hlýra af. Annað ekki.
Rachel McAdams árið 2007. Nei. Þessi er bara algjört nei.
Debra Messing árið 2004. Frekar misheppnað allt saman og töluðu gagnrýnendur um að hún væri eins og klippt út úr lélegri Bollywood-mynd.
Guðrún Veiga er fædd og uppalin á Eskifirði. Hún er mannfræðingur að mennt, mikill matgæðingur, mamma og múltítasker. Guðrún Veiga hefur skrifað fyrir hina ýmsu miðla, unnið í sjónvarpi og skrifað eitt stykki matreiðslubók.