Saga Konudagsins: Til hamingju með daginn, íslenskar konur!

Konudagurinn er í dag; en þó Konudagurinn sé haldinn hátíðlegur víða um heim, er hinn íslenskur tyllidagur í dag og mun til siðs að færa konum blóm í dag og jafnvel morgunverð í rúmið.

Einhverjir segja að konudagurinn sé uppfinning kaupmanna og einungis ætlaður til að selja blóm – en það er síður en svo rétt. Konudagurinn er aldagamall siður og á uppruna sinn að rekja til heiðinna siða.

Konudaginn ber upp á fyrsta degi Góu

Samkvæmt forn-íslensku ártali ber konudaginn alltaf upp á fyrsta degi Góu en samkvæmt heiðinni trú var Góa veðurvætt. Elstu tilvísun í sjálfa Góu er að finna frá árinu 1200, en faðir Góu var sjálfur Þorri. Afi hennar var þá Snær og langaafi hennar enginn annar en Frosti. Góa var því tengd vetri og bar mánuð hennar upp í vetrarlok.

Bændur beittu blíðmælgi til að hafa áhrif á veðurvættir

Áður var talin skylda bænda að bjóða Góu sérstaklega velkomna; þá fóru bændur með bónir til Góu og báðu hana að reynast sér og sínum ekki skaðleg og grimm heldur mild og hlý. Þetta gerðu bændur með því að tala vel um Góu – en blómasiðurinn mun síðari tíma venja.

Fyrsta blómaauglýsingin birtist árið 1957 í íslenskum blöðum

Konudagurinn hefur verið haldinn hátíðlegur í núverandi mynd á Íslandi allt frá um aldamótin 1900 en dagurinn var nefndur opinberalega að fyrsta sinni í almanaki Þjóðvinafélagsins árið 1927. Það var þó ekki fyrr en á fjórða áratug síðustu aldar sem kaupmenn tóku að auglýsa blómvendi fyrir íslenskar konur á konudaginn.

Skemmtilegt er frá því að segja að alfyrsta blómaauglýsingin fyrir konudaginn birtist árið 1957 en það var Félag garðyrkjubænda og blómaverslana sem stóð að baki þeirri auglýsingu.

Gleðilegan Konudag, kæru Íslendingar! 

Heimild: Vísindavefurinn

SHARE