Sagði að hún væri aðeins með „eina góða hlið“

 

Mariah Carey er með raunveruleikaþætti sem kallast Mariah’s World og er þar hægt að fá að skyggnast inn í heim þessarar miklu dívu.

Í þættinum þann 11. desember talaði Mariah aðeins um fortíðina og hjónaband hennar og Tommy Mottola. Hún sagði að henni hefði alltaf liðið eins og fanga í hjónabandinu og hann hafi aldrei hvatt hana til að fara í tónleikaferðir eða annað slíkt. Mariah segir að hann hafi viljað fylgjast með henni stanslaust og segir hún að henni hafi aldrei liðið vel í tónleikaferðum, vegna þess.

Sjá einnig: Mariah Carey er komin með nýjan og ungan

Annað sem Mariah sagði að Tommy hafi gert var að segja henni að hún væri bara með eina góða hlið á andliti sínu. Síðan þá hefur hún bara látið mynda þá hlið andlits síns. Frekar ljótt og sorglegt allt saman.

 

SHARE