Kona sem höfðaði einkamál gegn rapparanum Sean Combs sakar bæði hann Jay-Z eiginmann Beyonce um að hafa nauðgað sé í partýi þegar hún var bara 13 ára. Jay-Z hefur hafnað ásökunum og segir þær fáránlegar.
Konan lagði fram málsókn gegn Combs í október þar sem hún sakaði hann og ónafngreindan mann um að hafa beitt sig kynferðislegu ofbeldi í partýi hans árið 2000, þegar hún var 13 ára. Nafn Jay-Z kom ekki fram í fyrri útgáfu málsgagna en hefur nú verið birt.
Konan gefur í skyn að sér hafi verið byrlað ólyfjan í samkvæminu og Jay-Z hafi nauðgað henni fyrst og svo Combs. Hún segist hafa slegið Combs og í kjölfarið tekist að flýja. Samkvæmt málsgögnum sækjast lögmenn konunnar eftir sáttamiðlun.
Jay-Z brást við með því að höfða mál gegn lögmönnum konunnar, samkvæmt umfjöllun NBC news. Hann sagði ásakanirnar fráleitar og svívirðilegar.
Combs er ákærður fyrir mansal og hefur verið í gæsluvarðhaldi frá því hann var handtekinn í september. Um þrjátíu einkamál hafa einnig verið höfðuð gegn honum fyrir kynferðisbrot.