Salka Sól er kamelljón sem getur aðlagað sig að öllu

Sigga Kling hefur verið með myndbandsblogg hjá okkur hér á Hún.is í nokkra mánuði en einnig gerir hún talnaspá fyrir allskonar áhugaverðar persónur. Í dag ætlar hún að gera talnaspá fyrir Sölku Sól. 

 

Salka Sól er þristur, en fyrir mér er það sterkasta listamannstalan. Miðað við nafnaspeki er líka ótrúlega mikill kraftur í nafninu hennar þar sem við höfum S-in tvö og K-ið.

 

Salka er lítið kamelljón sem getur aðlagað sig að öllu. Á morgun gæti hún þes vegna farið að vinna með sinfóníuhljómsveitinni, eða opnað litla sæta sjoppu þar sem allir myndu vilja kaupa af henni kaffi. Hún hefur einnig þann kraft að geta sameinað ólíka einstaklinga.

 

Lífstalan hennar í ár er líka 3 og þegar þessi tala er tvöföld í kortunum þá gerist eitthvað magnað. Þessi orka byrjar hjá Sölku 15. febrúar. Þá sér hún að hún er búin að ná tökum á svo ótrúlega mörgu sem hún hafði verið kvíðin fyrir. Hún þarf einnig að vera dugleg að fagna því sem hún fær að gjöf frá alheiminum.

 

Salka er þessi týpa sem vill gefa öðrum tíma, en hefur gott að því að gefa sjálfri sér tíma. Jafnvel bara til þess að sofa þessi elska. Það er gott fyrir Sölku að vita að hún slakar aðallega á þegar hún er í baði, sundi eða sjó því þannig nær hún jarðtengingu.

 

2017 virðast merkilegir hlutir fara að gerast í lífi Sölku okkar Sólar, sérstaklega erlendis. Þannig að við skulum fylgjast vel með henni og fá eiginhandaráritun strax. Það er, ef við viljum ekki þurfa að bíða í röð síðar. Gellan er nefnilega með þennan X faktor og ég hlakka til að hitta hana einhvern tímann.

 

Tengdar greinar:

 

Saga Garðar mun vinna bikarinn!

„Ef hún væri á Ítalíu myndi líklega búa í henni pínulítill mafíósi“

Handboltakappinn Aron Pálmarsson var líklega óþolinmóður krakki

SHARE