Oh þessi karamella er svo bragðgóð að þú munt ekki geta hætt að borða hana. Hún kemur af hinu frábæra matarbloggi Önnu Bjarkar.
Sykur smjör og vatn er sett í þykkbotna pott, og hitað á meðalhita, þar til allt er bráðið, hrært varlega í á meðan. Hitinn er hækkaður og þegar fer að búbbla í sykrinum er klukka stillt á 5 mín.
EKKI LÁTA NEITT TRUFLA ÞIG Á MEÐAN þú hrærir varlega í, á meðan karamellan sýður í 5 mínútur nákvæmlega. Málið er að hún þarf að ná réttum gulbrúnum lit, annars er hún með hráabragði og ekki góð. Þetta kemur á milli 4 og 5 mín og munar öllu í bragði.
Þegar karamellan er soðin er henni hellt yfir hneturnar, en farðu varlega HEITT HEITT HEITT ekki láta slettast á þig. Láttu karamelluna bíða i 10 sec., áður en þú stráir svo sjávarsatlflögum yfir og lætur svo karamelluna kólna alveg.
Þegar karamellan er orðin hörð er hún brotin í hæfilega bita, þú ræður hvaða tækni þú notar. Sumir brjóta hana með tilþrifum og sveifla kökukeflinu á hana…. bamm.. 🙂 Ég tók myndhöggvarann á þetta og braut hana í sundur með sterkum hníf sem ég barði á með buffhamri …. búmm, mátulegir munnbitar =D
Þú veist að það er ljótt að gefa ekki með sér, svo bjóddu fólkinu þinu bita með þér.
Verði þér að góðu 🙂
Kidda Svarfdal er ritstjóri og eigandi Hún.is en hún er frá Djúpavík á Ströndum. Hún fór á bát og snjósleða í skólann þegar hún var lítil og var í heimavist í Finnbogastaðaskóla. Hún hefur haft gaman að krossgátum og íslensku frá unga aldri og hefur skrifað ljóð, sögur, pistla og fleira. Ásamt því að skrifa á Hún.is er Kidda, ásamt fjölskyldu sinni, mikið í Djúpavík þar sem fjölskyldan er með ferðaþjónustu.