Af öllum þeim tilvitnunum sem ég hef lesið á netinu þykir mér sem Samantha, ein fjögurra vinkvenna í sápuóperunni Sex and the City hafi oftar en ekki hitt hráan naglann á beinskeytt höfuðið í fjölmörgum tilfellum.
Hrópandi hreinskilin, geislandi af sjálfstrausti og holdgervingur lostans. Samantha átti þó nokkur ódauðleg augnablik í þáttunum sem flestar konur muna; elst fjögurra vinkvenna í New York, fimmtug að aldri og vinur í neyð. Óhrædd við að horfast í augu við erfiðar aðstæður og gersamlega ósigrandi í einkalífinu.
Þó fæstar konur vildu feta í fótspor Samönthu, þá er skemmtilegt að rifja upp orðin sem hún lét falla af hvatvísi, beinskeytni og óbugandi lífsvilja.
Hér fara nokkar þekktar tilvitnanir frá ljóngáfuðu skutlunni sem sló í gegn sem Samantha í Sex and the City:
Klara Egilson er íslenskur blaðamaður búsettur í Osló. Hún hefur gengt ritstörfum frá unga aldri og gaf út sína fyrstu smásögu sex ára að aldri: “Kartaflan sem fann alltaf vitlausa lykt” en hefur skrifað allar götur síðan og er ekki ókunn íslenskum fjölmiðlum. Hún er elsk á orð, fagra muni og umfram allt; fjölbreytileika mannlífsins. Klara gegnir í dag stöðu aðstoðarritstjóra HÚN.IS og tekur á ýmsu í umfjöllunum sínum.