Kourtney Kardashian (36) er loksins búin að sparka Scott Disick (31). Hún er búin að henda honum út á götu eftir að komst upp um að Scott var að halda framhjá með stílistanum Chloe Bartoli og hafði hann verið að djamma og djúsa í Monaco án vitundar Kourtney.
Kourtney hefur nú fengið nóg af Scott en sögusagnir hafa verið um að hann hafi ekki verið við eina fjölina felldur í sambandi þeirra en saman eiga þau 3 börn; Mason (5), Penelope (2) og Reign (6 mánaða).
Heimildarmaður HollywoodLife segir:
Kourtney hefur alltaf tekið Scott til baka og staðið með honum en krakkarnir eru að þroskast og stækka og hún verður að gera það sem er best fyrir börnin
Scott mun hafa sagt öllum að í Monaco að hann væri nýlega orðinn einhleypur og hafi djammað eins og enginn væri morgundagurinn. Kourtney hefur alltaf þótt Scott drekka of mikið og það mun hafa verið mikill ágreiningsvaldur í þeirra sambandi.
Sjá einnig: Scott Disick rakar Kourtney Kardashian að neðan – FYRIR framan myndavélarnar
Í mars á þessu ári fór Scott í meðferð á Costa Rica og gaf um leið út yfirlýsingu þar sem hann sagði:
Ég geri mér grein fyrir að ég á við stórt vandamál að stríða sem ég get ekki leyst sjálfur og ég er tilbúinn að takast á við þetta.
Hann skráði sig út úr meðferðinni 12 klukkustundum síðar.