Sambíóin frumsýna Cinderella: Vilt þú miða?

Í dag frumsýna Sambíóin kvikmyndina Cinderella. Það má vel vera að ég sé að verða þrítug eftir rúmlega mánuð – mér er alveg sama, ég er hrikalega spennt fyrir þessari mynd. Alveg æsispennt bara. Enda engin bók eins slitin í mínum fórum líkt og sagan um Öskubusku. Mitt uppáhalds ævintýri. Að eilífu. Amen.

Cinderella Glass Slipper

Við þekkjum vel flest söguþráðinn en á heimasíðu Sambíóanna má lesa eftirfarandi upplýsingar um myndina:

Myndin er byggð á sögu Charles Perrault og segir frá því þegar líf Ellu breytist skyndilega er hún lendir undir náð og miskunn stjúpfjölskyldu sinnar þegar faðir hennar fellur frá. Þó að illa sé farið með hana á heimilinu, þá er hún ákveðin í að virða hinstu ósk móður sinnar og “vera hugrökk og góð”. Síðan birtist myndarlegur ókunnugur karlmaður sem hún hittir úti í skógi, sem gæti verið prins (hann er auðvitað prins) og ýmislegt spennandi fer að gerast í kjölfarið.

Myndin skartar stórleikurum á borð við Cate Blanchett, Lily James og Helena Bonham Carter.

Kíktu á stikluna úr myndinni, smelltu í athugasemd hér að neðan og merktu þann sem þig langar að hafa með í bíó. Við drögum út nokkra heppna aðila á mánudaginn.

&ps=docs

 

SHARE