Sambrýndar konur og mjallahvítt hörund – Förðunarsagan er ótrúleg

Alveg er það magnað hvað saga fegurðar og förðunar er fjölbreytileg og mögnuð. Samvaxnar augabrúnir þóttu til að mynda alveg svaðalega sexí í Grikklandi til forna.  Svo mikil  prýði þótti að samvöxnum augabrúnum kvenna í hinu gamla Grikklandi að konur leituðu á náðir sérfræðinga. Þær sem ekki fæddust sambrýndar. Og létu græða dýrahár á ofanvert andlitið. Glæst, ekki satt?

Sambrýndar konur þóttu æðislegar í Grikklandi til forna …. 

enhanced-15866-1428714536-1

En það er ekki allt. Áður en franska byltingin gekk i garð, á tímabilinu 1775 – 1789 var ljóst hörund svo eftirsóknarvert að þær konur sem ekki voru glaseygar af D-vítamínskorti létu teikna sýnilegar æðar framan á bringubeinið. Allt svo þær litu út fyrir að vera ljósari á hörund. Gífurlega … óhugnarlegt?

Konur hnigu gjarna niður úr D-vítamínskorti og létu teikna bláæðar á bringubeinið …

enhanced-10492-1428714600-1

Varalitir þóttu viðbjóður á Viktoríuskeiðinu – í stað þess að bera roða í kinnarnar klipu konur sig gjarna í framan – já já. Það er ýmislegt lagt á sig í nafni fegurðar, gott fólk!

Viktoríuskeiðið fól í sér bann á varalitum og kinnroða – því klipu konur gjarna í eigin kinnar: 

enhanced-4916-1428714634-1

Sjá einnig: Ofurfyrirsæta frá Venezuela: Í lífstykki 23 tíma á sólarhring og mittismálið er 50 cm – Sláandi myndir

Viltu vita meira? Hér er sagan – ótrúleg og afar forvitnileg:

SHARE