Samspil íslenskrar náttúru, menningararfs og tísku

Nýafstaðin ljósmyndasýning sænska ljósmyndarans Lisen Stibeck í Þjóðminjasafninu af íslenskum torfhúsum og konum í fatnaði eftir Steinunni Sigurðardóttur fatahönnuð hefur vakið verðskuldaða athygli, en henni lauk nú á Menningarnótt.

Ljósmyndirnar tók Lisen á ferð sinni um Ísland sumarið 2013 við torfhús sem tilheyra húsasafni Þjóðminjasafnsins. Myndirnar sýna einstakt samspil íslenskrar náttúru, menningararfs og tísku. „Ef land væri ljóð, þá væri Ísland ljóð,“ var haft eftir Lisen um landið okkar en hún heillaðist af Íslandi fyrir mörgum árum og hefur ferðast í alla landshluta með linsuna að vopni.

b037fcaad9ed011c9e6137faf4adf919

 26d27291d4942537

Mynd_1565664

SHARE