Nýafstaðin ljósmyndasýning sænska ljósmyndarans Lisen Stibeck í Þjóðminjasafninu af íslenskum torfhúsum og konum í fatnaði eftir Steinunni Sigurðardóttur fatahönnuð hefur vakið verðskuldaða athygli, en henni lauk nú á Menningarnótt.
Ljósmyndirnar tók Lisen á ferð sinni um Ísland sumarið 2013 við torfhús sem tilheyra húsasafni Þjóðminjasafnsins. Myndirnar sýna einstakt samspil íslenskrar náttúru, menningararfs og tísku. „Ef land væri ljóð, þá væri Ísland ljóð,“ var haft eftir Lisen um landið okkar en hún heillaðist af Íslandi fyrir mörgum árum og hefur ferðast í alla landshluta með linsuna að vopni.
Þóra er keramikhönnuður og starfar sem slíkur á vinnustofu sinni í Hafnarfirði ásamt pistlaskrifum og kennslu. Þóra reynir að tileinka sér umhverfisvæna mannasiði á sem flestum sviðum og notar t.d. sem náttúrulegust hráefni í hönnun sína. Hún hefur tekið þátt í fjölda sýninga bæði hér heima og ytra ásamt því að hafa komið að rekstri tengdum heilsu og hönnun.