Þetta er ekkert grín og samkvæmt DNAinfo New York, hafa stílistar og tískugúrú-ar víðsvegar tekið þessa tísku í sátt.
Þetta hefur aldrei þótt neitt sérstaklega smart en nú er eitt og eitt módel farið að klæðast sokkum innanundir sandölunum á tískusýningum. Samkvæmt einum stílistanum eiga sokkarnir að vera í ljósum, hlutlausum lit, helst við flatbotna skó.
Þetta hefur verið staðfest af Teen Vogue og svo hafa Olsen tvíburarnir sést í þessari tísku. Þetta er samt ekki bara fyrir konur því Justin Bieber, David Beckham og Bruce Willis hafa allir sést í sokkum í sandölum.