Ég og besti vinur minn sátum saman á kaffihúsi um daginn og vorum að spjalla, ég hafði farið seint að sofa daginn áður og var þreytt og fannst ég eitthvað voðalega ‘’mygluð’’ eins og ég kýs að kalla það.
Ég sagði við hann: ‘’Ég er SVO mygluð að ég er ekki mönnum bjóðandi í dag!’’
Þá sagði hann: ’Nei, hvað er að þér Bryndís þú ert það ekki, svo finnst mér þú reyndar alltaf fallegust þegar þú ert nývöknuð og helst með koddafar í andlitinu.’’ Þetta hafði ég kærasta mínum sem sagði mér alltaf að honum fyndist ég sætust ‘’mygluð’’.
Eftir að hann sagði þetta byrjaði ég að hugsa. Auðvitað! Þetta er það sem við mannfólkið köllum ÁST, í þessu tilfelli reyndar platónska ást, þar sem vinur minn er samkynhneigður. Hver þarf að segja „ég elska þig“ þegar þú heyrir svona setningu ?
Ég er viss um að langflestir sem eru að lesa og hafa einhvern tímann verið ástfangnir eða þótt rosalega vænt um einhvern, skilja nákvæmlega hvað hann átti við. Ég veit fyrir mína parta að ég skil þetta svo vel. Mér finnst ekkert yndislegra en að sjá fólkið sem ég elska mest annað hvort sofandi friðsælt eða nývaknað með morgunmygluna, ómálað og fallegt. kærastinn minn segir þetta alltaf við mig líka, ég trúi honum oft takmarkað en hann virðist vera að meina það svo ég verð bara að taka kallinn trúanlegan – mér finnst hann og sonur hans líka lang fallegastir nývaknaðir og myglaðir.
Þegar þú virkilega elskar einhvern skiptir það þig ekki máli hvort að manneskjan er nývöknuð eða í sínu fínasta pússi á leið út á lífið. Háralitur, hárstíll eða 5 kíló til eða frá hætta að skipta máli
Þegar sá sem þú elskar, segir þér að honum/henni finnist þú falleg/fallegur í hvernig ástandi sem er, veistu að sú manneskja virkilegar elskar þig eins og þú ert! Þannig manneskju er vert að halda í, því að þannig manneskja mun koma til með að standa með þér í gegnum alls konar tíma, bæði góða tíma og erfiða tíma.