Hraðaspurningarnar 73 með Vogue er eitthvað sem alltaf er áhugavert að skoða. Við horfðum á þetta innslag með Söruh Jessicu Parker og brostum út í annað yfir líkindum leikkonunnar við fröken Carrie Bradshaw, sem er hennar frægasta hlutverk úr þáttunum Sex and the City. Sjón er sögu ríkari!
Sjá einnig: Áður óséð atriði úr Sex and the City – eitthvað sem allir aðdáendur verða að sjá
Það er eins og Carrie Bradshaw sjálf sitji fyrir svörum í þessu fimm mínútna innslagi. Þær stöllurnar hafa svipað dálæti á New York borg, hata steinselju og uppáhalds bíómyndin þeirra er ,,The Way We Were“.
Er Carrie Bradshaw Sarah Jessica Parker eða er Sarah Jessica Parker búin að breytast í Carrie Bradshaw?
Sjá einnig: Sex and the City: Eftirminnilegustu flíkur Carrie Bradshaw
…Við allavega elskum þær báðar!
Lestu fleiri áhugaverðar greinar á