Scarlett Johansson sækir um skilnað

Scarlett Johansson (32) hefur sótt um skilnað frá frönskum eiginmanni sínum, Romain Mauriac. Heimildarmenn RadarOnline hafa sagt að það sé viðbúið að þessi skilnaður verði mjög harður og frekar „subbulegur“.

Scarlett og Romain hafa bara verið gift í tvö ár en hafa víst ekki búið saman síðan í sumar. Sögusagnir um skilnaðinn fóru fyrst á kreik í janúar þegar sást til Scarlett án giftingarhrings síns.

Sjá einnig: Innlit: Sjáðu heimili Scarlett Johansson í Los Angeles

 

Saman eiga þau dótturina Rose Dorothy og samkvæmt lögfræðingi Romain eru þau Scarlett ekki sátt um hvar litla stúlkan eigi að búa.

„Hann vill flytja með dóttur þeirra til Frakklands en mamma hennar flakkar mikið á milli landa,“ segir lögfræðingurinn og gefur í skyn að Romain muni leggja ýmislegt að veði til að fá forræði yfir stúlkunni.

SHARE