Scott Disick: Farinn að vera með vinkonu Kourtney Kardashian

Vandræðagemsinn Scott Disick þreytist seint á því að vekja á sér athygli og valda usla. Scott, sem hélt framhjá Kourtney Kardashian í upphafi sumars, er nú farinn að hitta góðvinkonu Kardashian og er talið að þau eigi í ástarsambandi.

Sjá einnig: Scott Disick: Óttast að hjákonan sé ófrísk

Tímaritið US Weekly greinir frá því að Scott hafi sést ítrekað í fylgd með Kimberly Stewart undanfarið. En Kimberly er dóttir rokkarans Ron Stewart og góð vinkona Kardashian-systranna. Heimildarmaður tímaritsins segir:

Kimberly veit að þetta er rangt en hún ræður bara ekki við sig.

kimberley-stewart-and-scott-disick-main

Mikið sem hann Scott hlýtur að vera heillandi ef konur missa bara stjórn á sér í kringum hann.

SHARE